Við sjáum um virðisaukaskattsuppgjör og rafræn virðisaukaskattskil.

Fyrir þá rekstraraðila, einstaklinga eða lögaðila, sem eru með meira en 4 milljónir í ársveltu er uppgjör virðisaukaskatts gert á tveggja mánaða fresti.

Virðisaukatímabil

Virðisaukaskattstímabilin eru

  • janúar/febrúar,
  • mars/apríl,
  • maí/júní,
  • júlí/ágúst,
  • september/október og
  • nóvember/desember

Hjá þeim sem eru með lægri ársveltu en 4 milljónir er virðisaukaskattsuppgjörið einu sinni á ári og er eindagi þess 5. febrúar fyrir árið á undan.

Hvernig virkar virðisaukaskattur?

Virðisaukaskattur er útskattur mínus innskattur.
Útskattur er virðisaukskattsprósentarn sem leggst ofan á sölu, þegar þú skrifar út reikningana þína.
Það eru tvö þrep af virðisaukaskatti, 24% og 11% og þú þarft að vita hvora prósentuna þú notar í þínum rekstri.
Innskattur er virðisaukaskattur af þeim útlagða kostnaði sem þú greiðir til þess að afla tekna.

Eftir að virðisaukaskattskýrslu hefur verið skilað, stofnast krafa í heimabanka félagsins, sem þarf að greiða. Sé þess óskað, getum við einnig séð um það.

Sjá verðskrá fyrir virðisaukaskýrslur

Alhliða bókhaldsþjónusta á sanngjörnu verði