Við tökum að okkur að aðstoða viðskiptavini okkar við stofnun lögaðila á því félagaformi sem hentar best.
Við aðstoðum þig við að stofna rekstur, sækja um kennitölu og virðisaukaskattsnúmer. Lögaðilar í rekstri þurfa að skila ársreikningum og við sjáum um að hann sé samkvæmt lögum og reglum.
Rekstrarform í atvinnurekstri
Þegar þú ert að stofna fyrirtæki eða hefja eigin rekstur eru nokkrar leiðir í boði og þá getur verið gott að fá ráðgjöf um hvaða rekstrarform hentar þér.
Rekstrarformið sem verður fyrir valinu getur haft áhrif á rekstrarleyfi og hvaða lög og reglugerðir eiga við hverju sinni.
Atvinnurekstur getur verið:
- Rekstur á eigin kennitölu
- Einkahlutafélag (ehf)
- Hlutafélag (hf)
- Samlagsfélag (slf)
- Sameignarfélag (sf)
- Sjálfseignarstofnun
Við aðstoðum þig við að finna það rekstrarform sem þér hentar.
Verktakar
Þú getur starfað sem verktaki í ýmsum greinum atvinnurekstrar. Verktakar verða sjálfir að standa skil á ýmsum rekstrartengdum sköttum og gjöldum skv. lögum.
Verktakar njóta ekki réttar til launa frá verkkaupa ef um veikindi eða slys er að ræða og ekki heldur mótframlag í lífeyrissjóði, orlofsrétt eða slysatryggingar.
Eins og öllum launþegum er þeim sem stunda eigin atvinnurekstur skylt að eiga aðild að lífeyrissjóði frá 16 - 70 ára aldurs.
Staða verktaka gagnvart verkkaupa er því gjörólík stöðu verktaka gagnvart verkkaupa. Við gjaldþrot verkkaupa eiga verktakar t.d. ekki rétt á greiðslum úr ábyrgðarsjóði launa.
Laun þess sem stundar eigin atvinnurekstur kallast reiknað endurgjald og við ákvörðun á fjárhæð skal fara eftir viðmiðunarreglum um reiknað endurgjald.
Standa þarf skil á staðgreiðslu skatta af reiknuðu endurgjaldi mánaðarlega. Ef maki og börn starfa við atvinnureksturinn þarf einnig að reikna þeim endurgjald.
Við sjáum um launagreiðslur og reiknað endurgjald, sé þess óskað.
Sjá verðskrá fyrir ársreikningagerð og stofnun lögaðila.
Við gerum tilboð í verkefni, hafðu samband.