Bókhaldsþjónusta þýðir að við færum bókhald fyrir einstaklinga, verktaka og sjálfstætt starfandi, félagasamtök og stór eða lítil fyrirtæki.

Jafnóðum og gögn berast færum við bókhaldið og það borgar sig alltaf þegar kemur að færslu bókhalds að gera hlutina fyrr heldur en seinna.

Þú getur komið með gögnin til okkar, eða við getum komið og sótt gögnin til þín, allt eins og hverjum hentar.

Við færslu bókhaldsins sjáum við um afstemmingar.

Viðskiptavinir okkar greiða mánaðargjald fyrir hýsingu á bókhaldsgögnum og svo er unnið í tímavinnu eftir umfangi.

Við gerum tilboð í vinnuna svo hjá flestum getur þessi útgjaldaliður orðið þægilegur fastur kostnaður.

Ef þér finnst ekki gaman að vinna í bókhaldinu, láttu okkur þá um það. Við elskum pappírsvinnu.

Sjá verðskrá fyrir færslu bókhalds

Laun og reiknað endurgjald

Við tökum að okkur að sjá um launavinnslu fyrir okkar viðskiptavini.

Það breytir engu hvort um er að ræða einn eða fjölmarga launþega, við:

  • Reiknum laun launþega
  • Reiknað endurgjald, fyrir sjálfstætt starfandi og verktaka
  • Útbúum og sendum launaseðla til launþega/vinnuveitanda
  • Sjáum um launagreiðslur á réttum tíma
  • Skilum skilagreinum til skattayfirvalda, stéttarfélaga og lífeyrissjóða

Sjá verðskrá fyrir launavinnslu

Alhliða bókhaldsþjónusta á sanngjörnu verði